Bretadrottning laumast í leikhús

Elísabet Bretadrottning á það til að fara huldu höfði meðal …
Elísabet Bretadrottning á það til að fara huldu höfði meðal almennings. Reuters

Elísabet Bretadrottning kom leikhúsgestum í London í opna skjöldu í vikunni þegar hún og eiginmaður hennar fóru að sjá leiksýningu, án þess að tilkynna það formlega. Þá var ákvörðunin tekin á síðustu stundu.

Það vakti eðlilega athygli þegar Bretadrottning og Philip Bretaprins báðust afsökunar á því að þau væru að troða sér á milli leikhúsgesta til að sjá leikritið War Horse, sem var sýnt í New London Theater í West End.

Blaðamaður, sem var staddur á sýningunni, segir að hjónin hafi sest niður þegar ljósin voru deyfð. Þá hefði leikhúsgestum brugðið nokkuð þegar það rann upp fyrir þeim að drottningin væri í salnum.

Aðstoðarmaður drottningarinnar segir í samtali við dagblaðið London Evening Standard að ferðir sem þessar, þar sem hjónin fari huldu höfði í leikhús, séu algengar.

„Drottningin hefur reglulega farið í svipaðar einkaferðir á valdatíma sínum, án nokkurs vanda,“ segir aðstoðarmaðurinn. „Þetta gerir líf hennar örlítið meira venjulegt,“ segir hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir