Kvikmyndin Avatar var vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina og er hún nú orðin vinsælasta myndin sem sýnd er í þrívídd. Alls hefur Avatar skilað 429 milljónum Bandaríkjadala í kassann í Bandaríkjunum og 1,335 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Það er því ljóst að Fox ríður feitum hesti frá framleiðslu myndarinnar þrátt fyrir að hún hafi verið gríðarlega kostnaðarsöm í framleiðslu.
Vinsælustu myndirnar vestanhafs samkvæmt vef Los Angeles Times:
1. Avatar
2. Sherlock Holmes
3. Alvin og íkornarnir
4. Daybreakers
5. It's Complicated
6. Leap Year
7. The Blind Side
8. Up in the Air
9. Youth in Revolt
10. Prinsesan og froskurinn
Hér er hægt að skoða nánari upplýsingar um myndirnar