Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði

Gabriele Amorth í sjónvarpsviðtali.
Gabriele Amorth í sjónvarpsviðtali.

Aðal­sær­ingamaður Páfag­arðs seg­ist í viðtali vera sann­færður um, að djöf­ull­inn hafi búið þar um sig. „Djöf­ull­inn hef­ur sest að í Páfag­arði og af­leiðing­arn­ar eru aug­ljós­ar," seg­ir Gabriele Amorth við blaðiðLa Repubblica.

Í viðtal­inu lýs­ir Amorth þeirri skoðun, að fólk sem sé and­setið æli gler­brot­um og járn­bút­um. Hann seg­ir einnig, að árás sem kona gerði á Bene­dikt páfa á aðfanga­dags­kvöld og kyn­ferðis­hneyksli, sem skekið hafa kaþólsku kirkj­una í Banda­ríkj­un­um, Írlandi, Þýskalandi og víðar, séu sann­an­ir þess að hin illu ölf eigi í stríði gegn Páfag­arði.

Amorth seg­ir, að þótt víða ríki van­trú á störf­um sær­inga­manna eigi það ekki við um Bene­dikt páfa sem trúi heil­um hug á að hægt sé að reka illa anda út með sær­ing­um og hafi hvatt sig og stutt það starf sem hann vinn­ur.  

Í viðtal­inu, sem fjallað er um í Daily Tel­egraph í dag, er haft eft­ir Amorth að kvik­mynd­in Sær­ingamaður­inn, sem gerð var árið 1973, dragi upp nokkuð raunsanna mynd af því hvernig það sé að vera and­set­inn. 

Amorth, sem er 85 ára og formaður Sam­taka sær­inga­manna, tók þátt í and­spyrnu­hreyf­ing­unni á Ítal­íu í síðari heims­styrj­öld. Hann hef­ur áður lýst þeirri skoðun, að Hitler og Stal­in hafi verið haldn­ir djöfl­in­um.

Hann hef­ur einnig varað við bók­un­um um Harry Potter og seg­ir að þær séu hættu­leg­ar vegna þess að ekki sé þar gerður nægi­lega skýr grein­ar­mun­ur á svarta­galdri, sem eigi ræt­ur að rekja til djöf­uls­ins, og mein­lauss kukls.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka