Ætla að spila billjarð í þrjá sólarhringa

Vinirnir Ingi Þór Hafdísarson og Sigurður Heiðar Höskuldsson áforma að slá heimsmetið í að spila pool með því að spila samfleytt í 72 klukkustundir á Snóker- og poolstofunni í Lágmúla.  Fyrra heimsmetið, sem skráð er í heimsmetabók Guinness, er 53 klukkustundir og 25 mínútur.

Tilefnið er að Brynjar Valdimarsson,  vinur þeirra Inga Þórs og Sigurðar Heiðars, greindist nýverið með MS-sjúkdóminn.  Tekið er við áheitum sem renna óskipt til MS-félags Íslands.

Áformað er að heimsmetstilraunin hefjist kl. 12 á hádegi mánudaginn 5. apríl og stendur hún fram til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 8. apríl. Fram kemur í tilkynningu, að þeir  félagar standi nú í ströngu við skipulagningu svo metið fáist skráð í Heimsmetabók Guinness en til þess þarf að uppfylla mörg og ströng skilyrði. Eitt skilyrðanna sé að óháð vitni og tímaverðir sitji yfir þeim. Áhugasamir sjálfboðaliðar eldri en 18 ára mega gjarnan hafa samband við MS-félag Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar