Jóhanna Guðrún á forsíðu Monitor

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona og Eurovision-hetja, er á forsíðu nýjasta Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu rifjar hún meðal annars upp Eurovision-ævintýrið frá því í fyrra og talar um það sem er framundan hjá henni, en Jóhanna Guðrún skipti nýverið um umboðsmann.

„Mér finnst fólk taka mig meira alvarlega. Ég er engin stelpa lengur, ég er að verða kona og haga mér þannig. En ég fann alveg fyrir því fyrst, eins og þegar ég var í Madonnu-sýningunni að syngja og dansa hálf nakin, að fólk átti kannski svolítið erfitt með að meðtaka það og losna við hugmyndina um litlu stelpuna með snúðana,“ segir Jóhanna Guðrún.

Hún greinir einnig frá því að henni hafi verið boðið að syngja danska Eurovision-lagið í Eurovision í ár, en það þykir eitt af þeim sigurstranglegustu í keppninni. „Þeir suðuðu í mér í alveg þrjár vikur. En mér fannst ekki rétt að gera það. Bæði vildi ég ekki taka þátt fyrir annað land en Ísland, þótt ég sé fædd í Danmörku, og eins fannst mér ekki tímabært að fara strax ári seinna.“

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

Danir renna hýru auga til Jóhönnu Guðrúnar.
Danir renna hýru auga til Jóhönnu Guðrúnar. Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir