Noma útnefnt besta veitingahús heims

Veitingahúsið Noma.
Veitingahúsið Noma. Reuters

Þeir sem eiga erindi í sendiráð Íslands á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn ættu að skoða hinn enda hússins en þar er nú besti veitingastaður heims til húsa að mati helstu matargagnrýnenda heims. Tímaritið Restaurant Magazine birtir árlega lista yfir bestu veitingahús heims og hefur Noma hækkað jafnt og þétt á þeim lista undanfarin ár.

Spænski veitingastaðurinn elBulli, sem er skammt frá Barcelona, fór að þessu sinni niður í 2. sætið eftir að hafa verið í 1. sæti þrjú undanfarin ár. Ferran Adria, veitingamaður í elBulli, tilkynnti nýlega að veitingahúsinu yrði lokað í tvö ár frá 2012. The Fat Duck í Berkshire á Englandi var í 3. sæti. 

Virðing Noma hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu árin.  Noma var  í 33. sæti á lista Restaurant Magazine árið 2006, í 15. sæti árið 2007, í 10. sæti árið 2008 og í 3. sæti á síðasta ári. Noma er einnig eini danski staðurinn sem státar af tveimur Michelin-stjörnum.

Noma er til húsa við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja þar sem íslenska sendiráðið er einnig ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs. Nafn staðarins er skammstöfun fyrir Nordisk Mad og hann notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum. Fram kemur m.a. á heimasíðu staðarins, að hann bjóði upp á skyr, lúðu, villtan lax, þorsk og þang frá Íslandi. 

Restaurant Magazine hóf að velja bestu veitingastaði heims árið 2002. Það ár var elBulli valinn besti staðurinn og aftur árin 2007, 2008 og 2009. Árin 2003 og 2004 var staðurinn French Laundry í Kalíforníu talinn bestur og árið 2005 var það The Fat Duck. 

Bestu veitingahús heims eru þessi að mati sérfræðinga Restaurant Magazine:

  1. Noma, Danmörku
  2. El Bulli, Spáni
  3. The Fat Duck, Bretlandi
  4. El Celler de Can Roca, Spáni
  5. Mugaritz, Spáni
  6. Osteria Francescana, Ítalíu
  7. Alinea, Bandaríkjunum
  8. Daniel, Bandaríkjunum
  9. Arzak, Spáni
  10. Per Se, Bandaríkjunum.

Heimasíða Restaurant Magazine

Veitingamaðurinn í Noma, René Redzepi.
Veitingamaðurinn í Noma, René Redzepi. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar