Giftist kettinum sínum

Hin hamingjusömu „brúðhjón“.
Hin hamingjusömu „brúðhjón“.

Þýsk­ur bréf­beri hef­ur „gifst“ kett­in­um sín­um. Hann seg­ist í sam­tali við þýska dag­blaðið Bild hafa viljað ganga í það heil­aga áður en læðan Cecilia, sem er bæði of þung og með asma, myndi deyja.

„Cecila er svo traust. Við kúr­um alltaf sam­an og hún hef­ur ávallt sofið í mínu rúmi,“ seg­ir hinn 39 ára gamli pip­ar­sveinn Uwe Mitzscher­lich. Hann er bú­sett­ur í Possendorf, sem er skammt frá Dres­den.

„Hjarta okk­ar slá í takt. Þetta er ein­stakt,“ seg­ir hann.

Það er bannað að gift­ast dýr­um í Þýskalandi. Því brá Mitzscher­lich á það ráð að greiða leik­konu 300 evr­ur (um 50.000 kr.) til að láta gefa sig og kött­inn sam­an. Tví­bura­bróðir brúðgum­ans var síðan vott­ur.

Mitzscher­lich fór í sitt fín­asta púss og setti á sig pípu­hatt í til­efni dags­ins. Hin 15 ára gamla læða var að sjálf­sögðu í hvítu.

At­höfn­ina má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt þú virðist sigla lygnan sjó máttu ekki sofna á verðinum því óðar en varir rís alda sem getur hvolft bátnum. Sýndu öðrum skilning.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir