Eftir fyrsta höggið hverfa allar tilfinningar

„Fólki finnst þetta rosalega brútal fyrst þegar það sér þetta og heldur að maður sé í svakalegum kvölum inni í hringnum. En sannleikurinn er sá að þú finnur voðalega lítið. Þegar þú ferð inn í hringinn eru varla neinar tilfinningar,“ segir Gunnar Nelson, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur náð frábærum árangri í heimi blandaðra bardagalista og er einn sá efnilegasti í heiminum.

Gunnar er á forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor, sem kom út í morgun, og er í áhugaverðu viðtali í blaðinu. Meðfylgjandi myndband var tekið upp við vinnslu blaðsins. Þegar Gunnar er beðinn um að lýsa því hvernig það er að stíga inn í hringinn í bardaga segir hann:

„Þú getur verið stressaður eða spenntur þegar þú labbar inn í hringinn. En þegar bardaginn byrjar slokknar á öllu og þú ert ofureinbeittur að því sem þú átt að vera að einbeita þér að. Allar tilfinningar sem tengjast einhverju öðru, sama hvað það er, hverfa alveg. Það er einstakt móment,“ segir Gunnar.

Nánar í nýjasta Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan