Erum í hamingjukasti

Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Heiða Ólafsdóttir á …
Erna Hrönn Ólafsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Heiða Ólafsdóttir á sviðinu í Ósló í kvöld. Reuters

„Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta var það sem við þurftum. Við erum búin að vera vinna eins og skepnur fyrir þessu undafarnar vikur og mánuði, þannnig það er dásamlegt þegar maður uppsker eins og maður sáir. Þá er ekki hægt annað en að vera í hamingjukasti. Ég grét eins og fegurðardrottning; alt eftir bókinni," sagði Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona. 

Lag hennar og Örlygs Smára, Je ne sais quoi, var eitt 10 laga, sem komust áfram í úrslit úr fyrri undanúrslitum Eurovision söngvakeppninnar í Noregi í kvöld.

„Þetta er það sem til þurfti til að fá miðann inn í úrslitakeppnina og héðan í frá er þetta bara gleði frá upphafi til enda," sagði Hera Björk við mbl.is. 

-Hvernig voru taugarnar þegar komið var að síðasta umslaginu?

„Ég hef haft svo góða tilfinningu fyrir þessu og svo var salurinn að hrópa: Áfram Ísland. Þannig það var ekkert annað í boði og ég vissi að við færum áfram. Mig grunaði að þetta yrði svona og að við kæmum upp síðust. Okkur er spáð góðu gengi, þá eiga þeir þetta til og keyra upp spennuna."

Hera Björk sagði, að eins og oft áður hefðu lönd frá austurhluta Evrópu virst vera sterkust þegar kom að atkvæðagreiðslunni. „En þetta segir okkur að við erum með gott atriði, grípandi lag og það er mikil leikgleði í hópnum sem er að skila sér til áhorfenda. Við höfum bara þrjár mínútur til að gera okkar besta og það er að skila sér."

-Hvernig var svo stemmingin í höllinni?

„Hún var alveg meiriháttar. Ég átti satt best að segja ekki von á svona miklum fagnaðarlátum, en þetta var alveg stórkostleg stund þegar við loksins stigum á svið."

-En ertu aldrei stressuð á sviði?

„Jú þegar ég hef kannski ekki æft nóg. En ég er svo vel undirbúin hérna og þá er þetta ekkert stress, bara gaman."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup