Njósnadúfa í gæsluvarðhaldi

Dúfur eru til alls líklegar og rétt að vera á …
Dúfur eru til alls líklegar og rétt að vera á varðbergi gagnvart þeim.

Lögreglan á Indlandi heldur nú grunsamlegri dúfu í vopnuðu gæsluvarðhaldi, eftir að hún var gripin í meintum njósnaleiðangri fyrir erkióvinina í nágrannalandinu Pakistan.

Upp komst um hina drifhvítu dúfu í héraðinu Punjab við landamæri Pakistan og var hún flutt á nærliggjandi lögreglustöð með það sama. Dúfan hafði hring um fótinn sem þótti heldur vafasamur og var auk þess merkt með pakistönsku símanúmeri og heimilisfangi í rauðu bleki.  

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir lögregluforingjanum Ramdas Jagjit Singh Chahal að dúfan sé grunuð um að lenda á indverskri grundu með skilaboð frá Pakistan, þótt að vísu hafi engar vísbendingar um slík skilaboð fundist.

Yfirvöld hafa fyrirskipað að engin fái að heimsækja dúfuna sem lögregla telur hugsanlegt að hafi verið í „leynilegum njósnaleiðangri". Fuglinn hefur gengist undir læknisskoðun og er haldið í loftkældu herbergi undir vökulu auga lögreglu.

Yfirmenn lögreglunnar hafa óskað eftir því að fá stöðuskýrslu um þróun málsins þrisvar sinnum á dag. Að sögn Chahal hefur lögregla fengið þær upplýsigar frá áhugamönnum um dúfur að auðvelt sé að greina pakistanskar dúfur þar sem þær líti allt öðru vísi út en þær indversku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt breyta rétt. Ef þú ert með fólki sem vill komast hjá uppgjöri muntu þrýsta á þar til þú kemst að hinu sanna. Óvenjulegar hugmyndir höfða mjög sterkt til þín í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio