Ítölsku pari hefur verið neitað um ættleiðingu barns eftir að það tók fram á umsókn sinni, að hörundsdökk börn yrðu ekki velkomin. Barnaverndaryfirvöld lögsóttu parið og unnu sigur fyrir áfrýjunardómstól.
Parið sótti um hjá ættleiðingafélagi í Cataniu á Sikiley og lét koma fram í umsókninni, að það væri tilbúið að taka á móti tveimur börnum burtséð frá kynferði eða trúarbrögðum en þau mættu ekki vera dökk á hörund.
Dómstóllinn tók þá ákvörðun, að slíkir kynþáttahatarar væru ekki hæf til, og fái ekki, að ættleiða börn.