Jimmy Page, gítarleikari og aðalsprauta bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, var vígður inn í Frægðarhöll Mojo við verðlaunaafhendingu breska tónlistartímaritsins í gær.
Page er enn iðinn við kolann. Hann segist vera að vinna að nýju efni með ýmsum ónefdnum aðilum.
„Ég hlakka bara til að semja tónlist og koma fólki á óvart,“ sagði rokkarinn, sem er nú á mála hjá útgáfufyrirtæki Robbie Williams, IE.
Hann vill hins vegar ekki gefa upp með hverjum hann sé að starfa um þessar mundir.
Söngvarinn Richard Hawley hlaut Mojo-verðlaun fyrir bestu plötuna. Kasabian hlaut verðlaun fyrir smáskífuna Fire.
Mojo er söluhæsta tónlistartímaritið í Bretlandi.