Jimmy Page heiðraður

Jimmy Page er lifandi goðsögn. Myndin er úr safni.
Jimmy Page er lifandi goðsögn. Myndin er úr safni. Reuters

Jimmy Page, gítarleikari og aðalsprauta bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, var vígður inn í Frægðarhöll Mojo við verðlaunaafhendingu breska tónlistartímaritsins í gær.

Page er enn iðinn við kolann. Hann segist vera að vinna að nýju efni með ýmsum ónefdnum aðilum.

„Ég hlakka bara til að semja tónlist og koma fólki á óvart,“ sagði rokkarinn, sem er nú á mála hjá útgáfufyrirtæki Robbie Williams, IE. 

Hann vill hins vegar ekki gefa upp með hverjum hann sé að starfa um þessar mundir.

Söngvarinn Richard Hawley hlaut Mojo-verðlaun fyrir bestu plötuna. Kasabian hlaut verðlaun fyrir smáskífuna Fire.

Mojo er söluhæsta tónlistartímaritið í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir