Hjóla hringinn á tíu dögum

Alissa R. Vilmundardóttir hjólar hringinn í kringum landið á tíu …
Alissa R. Vilmundardóttir hjólar hringinn í kringum landið á tíu dögum ásamt Írisi Mýrdal Kristinsdóttur til styrktar Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, en þær undirbúa sig nú á hverjum degi. mbl.is/Ómar

Þær Al­issa R. Vil­mund­ar­dótt­ir, lækna­nemi, og Íris Mýr­dal Krist­ins­dótt­ir, líf­fræðinemi, hafa sett sér það mark­mið að hjóla hring­inn í kring­um landið á tíu dög­um til styrkt­ar Rann­sókn­ar­stofu í krabba­meins­fræðum.

Þær leggja í hann þann ní­unda ág­úst næst­kom­andi en slag­orð ferðar­inn­ar er Okk­ar leið - allra mál­efni og er Vig­dís Finn­boga­dótt­ir sér­stak­ur vernd­ari ferðar­inn­ar.

„Það hef­ur löng­um verið draum­ur hjá mér að tak­ast á við svona stórt verk­efni til styrkt­ar verðugu mál­efni og ætli ég hafi ekki bara fengið inn­blást­ur frá fólki sem ég hef fylgst með gera eitt­hvað álíka. Líkt og ég er Íris mik­ill hjól­reiðagarp­ur og samþykkti strax hug­mynd­ina en síðastliðið hálft ár höf­um við æft okk­ur og und­ir­búið með því að hjóla, hlaupa og lyfta,“ seg­ir Al­issa við Morg­un­blaðið í dag.

Þegar nær dreg­ur ferðinni verður hægt að fylgj­ast með fram­vindu henn­ar á vefsíðunni face­book.com/#!/​pages/​Okk­ar-leid-allra-mal­efni. Þar munu þær Al­issa og Íris skrifa dag­bók á hverj­um degi með upp­lýs­ing­um um hvernig gangi og setja inn mynd­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Auðævi og bolmagn annarra koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það mætti halda að þú værir sérstakur verndari erfiðs fólks, og það sækir í þig. Auðævi og bolmagn annarra koma þér að góðum notum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka