Pamela Anderson tilnefnd til Golden Globe

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndin Emilia Pérez fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða tíu talsins. Greint var frá tilnefningunum í dag og er myndin m.a. tilnefnd sem besta myndin í flokki gamanmynda og söngleikja. Selena Gomez er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni.  

Fast á hæla Emiliu Pérez fylgir kvikmyndin The Brutalist með sjö tilnefningar. Mynd­in er ásamt A Complete Unknown, Conclave, Dune: Part II, Nickel Boys og September 5 til­nefnd sem mynd árs­ins í flokki dramamynda.

The Bear, Only Murders in the Building og Shogun fengu flestar tilnefningar í flokki sjónvarpsþátta.

Verðlaunin verða afhent þann 6. janúar næstkomandi og mun uppistandarinn Nikki Glaser vera kynnir kvöldsins.

Aðalhlutverk í flokki drama

Leikararnir Adrien Brody, Timothée Chalamet, Daniel Craig, Ralph Fiennes og Sebastian Stan hlutu tilnefningar sem bestu leikararnir í aðalhlutverki í flokki drama.

Leikkonurnar Pamela Anderson, Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Fernanda Torres og Kate Winslet hlutu tilnefningar sem bestu leikkonurnar í aðalhlutverki í flokki drama.  

Aðalhlutverk í flokki gamanmynda og söngleikja

Leikararnir Jesse Eisenberg, Hugh Grant, Grabiel Labelle, Glen Powell og Sebastian Stan hlutu tilnefningar sem bestu leikararnir í aðalhlutverki í flokki gamanmynda og söngleikja. 

Leikkonurnar Amy Adams, Cynthia Erivo, Karla Sofía Gascón, Mikey Madison, Demi Moore og Zendaya hlutu tilnefningar sem bestu leikkonurnar í aðalhlutverki í flokki gamanmynda og söngleikja. 

Hér má sjá lista yfir tilnefningar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan