Mexíkóski glæpasöngleikurinn Emilia Perez og kvikmyndin The Brutalist unnu flest verðlaun á Golden Globes-verðlaunahátíðinni í gær.
Emilia Perez hlaut verðlaun fyrir bestu myndina í flokki gamanmynda og söngleikja, bestu myndina á tungumáli öðru en ensku og besta lagið. Þá fékk Zoe Saldana verðlaun fyrir besta aukahlutverkið.
Myndin fjallar um lögfræðinginn Ritu sem aðstoðar háttsettan glæpaforingja við að undirgangast kynskipti. Selena Gomez fer með aðalhlutverk í myndinni.
The Brutalist fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndina í flokki drama og þá var aðalleikarinn Adrien Brody, sem lék í kvikmyndinni ungverskan mann sem lifði af helförina, valinn besti leikarinn.
Þetta telst ekki síst merkilegt þar sem fyrir rúmlega tveimur áratugum þá varð Brody yngsti Óskarsverðlaunahafinn í sögunni fyrir að fara einnig með hlutverk manns sem lifði af helförina.
Leikstjóri The Brutalist, Brady Corbet, var valinn besti leikstjórinn.
Brasilíska leikkonan Fernanda Torres vann verðlaun sem besta leikkona í dramamynd fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni I'm Still Here.