Emilia Perez sankaði að sér verðlaunum

Golden Globes fóru fram í gær.
Golden Globes fóru fram í gær. AFP/Robyn Beck

Mexí­kóski glæpa­söng­leik­ur­inn Emilia Perez og kvikmyndin The Brutalist unnu flest verðlaun á Golden Globes-verðlaunahátíðinni í gær.

Emilia Perez hlaut verðlaun fyrir bestu mynd­ina í flokki gam­an­mynda og söng­leikja, bestu myndina á tungumáli öðru en ensku og besta lagið. Þá fékk Zoe Saldana verðlaun fyrir besta aukahlutverkið.

Mynd­in fjall­ar um lög­fræðing­inn Ritu sem aðstoðar hátt­sett­an glæpa­for­ingja við að und­ir­gang­ast kyn­skipti. Selena Gomez fer með aðalhlutverk í myndinni.

Zoe Saldana með verðlaunin.
Zoe Saldana með verðlaunin. AFP/Robyn Beck

Brady Corbet besti leikstjórinn

The Brutalist fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndina í flokki drama og þá var aðalleikarinn Adrien Brody, sem lék í kvikmyndinni ungverskan mann sem lifði af helförina, valinn besti leikarinn.

Þetta telst ekki síst merkilegt þar sem fyrir rúmlega tveimur áratugum þá varð Brody yngsti Óskarsverðlaunahafinn í sögunni fyrir að fara einnig með hlutverk manns sem lifði af helförina.

Leikstjóri The Brutalist, Brady Corbet, var valinn besti leikstjórinn.

Brasilíska leikkonan Fernanda Torres vann verðlaun sem besta leikkona í dramamynd fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni I'm Still Here.

Brady Corbet var valinn besti leikstjórinn.
Brady Corbet var valinn besti leikstjórinn. AFP/Robyn Beck
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir