Í dag var tilkynnt hvaða kvikmyndir eru tilnefndar til Óskarsverðlaunanna 2025 sem afhent eru mánudaginn 3. mars.
Kvikmyndin Emilia Pérez í leikstjórn Jacques Audiard hlaut flestar tilnefningar eða samtals 13 talsins. Kvikmyndin er meðal annars tilnefnd sem kvikmynd ársins, Audiard tilnefndur fyrir leikstjórn og leikkonurnar Karla Sofía Garcón og Zoe Saldaña eru tilnefndar fyrir leik sinn í kvikmyndinni.
Á hælum Emiliu Pérez eru kvikmyndirnar The Brutalist og Wicked með tíu tilnefningar hvor um sig.