Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna

Karla Sofía Gascón.
Karla Sofía Gascón. Ljósmynd/Amy Sussman

Spænsk-mexíkóska leikkonan Karla Sofía Gascón skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna í dag þegar hún hreppti tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Emiliu Pérez.

Kvikmyndin sem er í leikstjórn Jacqu­es Audi­ard hlaut flest­ar til­nefn­ing­ar eða sam­tals 13 tals­ins.

Gascón er fyrsta trans manneskjan til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í 96 ára sögu hátíðarinnar. Hún er tilnefnd í flokknum besta leikkonan í aðalhlutverki ásamt þeim Cynthiu Erivo, Mikey Madison, Demi Moore og Fernöndu Torres.

Gascón, sem er 52 ára, kom út úr skápnum sem trans árið 2016 og gekkst undir kynleiðréttingu tveimur árum seinna.

Emilia Pérez hefur vakið mikla athygli og var meðal annars valin besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. Gascón flutti tilfinningaþrungna ræðu til stuðnings trans fólki á hátíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar