Aðdáendur Laufeyjar bíða spenntir eftir nýju lagi

Laufey Lín Bing Jónsdóttir.
Laufey Lín Bing Jónsdóttir. Ljósmynd/Chanel

Söng­kon­an ást­sæla Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir er að senda frá sér nýtt lag, titlað Sil­ver Lin­ing, þann 3. apríl næst­kom­andi.

Lauf­ey til­kynnti um út­gáfu lags­ins á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um og birti skemmti­legt mynd­skeið af sér að syngja, eða öllu held­ur að mæma, hluta af lag­inu með mik­illi inn­lif­un. Í stað míkra­fóns þá not­ar hún ein­hvers kon­ar grip, styttu eða verðlauna­grip, sem virðist virka vel.

Aðdá­end­ur söng­kon­unn­ar voru ansi hrifn­ir af nýja laga­bútn­um og flutn­ingi söng­kon­unn­ar, sem sveif um stofugólfið, ef marka má at­huga­semd­ir sem ritaðar voru við færsl­una, en hátt í 300.000 manns hafa lækað við mynd­skeiðið á aðeins tveim­ur dög­um.

Nokkr­ir aðdá­end­ur Lauf­eyj­ar hafa einnig deilt sams kon­ar mynd­skeiðum af sér að syngja og dansa líkt og hún ger­ir og því aug­ljóst að eft­ir­vænt­ing­in er mik­il.

Lauf­ey hef­ur deilt þó nokkr­um mynd­skeiðum af aðdá­end­um sín­um í story á In­sta­gram.

Verðskuldaður ár­ang­ur

Árið hef­ur farið ansi vel af stað hjá Lauf­eyju.

Þann 6. janú­ar síðastliðinn fagnaði söng­kon­an eins árs sam­bandsaf­mæli henn­ar og kær­asta henn­ar, Charlie Christie. Í til­efni þess birti hún krútt­leg­ar para­mynd­ir í story á In­sta­gram-síðu sinni.

Í lok fe­brú­ar var hún á lista Time yfir þær kon­ur sem hafa skarað fram úr á sínu sviði.

Í um­fjöll­un tíma­rits­ins var bent á að Lauf­ey væri hugs­an­lega eini tón­list­armaður­inn í heim­in­um sem fengi aðdá­end­ur til að end­ur­taka djass-skaut­sóló­in sín ná­kvæm­lega – jafn­vel á stór­um tón­leik­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son