HLJÓMSVEIT fólksins þessa vikuna er Josie en Morgunblaðið og mbl.is velja Hljómsveit fólksins á tveggja vikna fresti. Tilgangurinn er að kynna og styðja við grasrótina í íslenskri tónlist, beina athyglinni að nokkrum af þeim fjölmörgu íslensku hljómsveitum sem gera almenningi kleift að hlaða niður tónlist þeirra á netinu, án endurgjalds.
Hljómsveit fólksins er í samstarfi við Rás 2 og Rokk.is og hér fyrir neðan eru tenglar á lög sveitarinnar sem geymd eru á Rokk.is.
Hverjir skipa sveitina?
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gítar, söngur … it’s a one man band.
Hver er heimspekin á bakvið hljómsveitina?
Hmmm … heimspekin? Er ekki alveg viss.
Hvenær var hún stofnuð og hvernig atvikaðist það?
Ég var búin að semja slatta af lögum og ákvað bara fyrir stuttu að leika mér með að taka upp lögin og setja inná rokk.is, þurfti eitthvert nafn og Josie var það eina sem mér datt í hug því eitt lagið hét það.
Hvaða tónlistarmenn eru hetjur þínar?
Damien Rice, hann er snillingur, svo mikil einlægni í tónlistinni hans.
Eru einhverjir innlendir áhrifavaldar?
Nei eiginlega ekki …
Hvað finnst þér um íslenska tónlist í dag?
Mér finnst hún hafa þróast mjög mikið, það eru margar frábærar hljómsveitir í gangi og mér finnst mjög ánægjulegt að sjá hvað það eru margir frábærir tónlistarmenn á Íslandi og að þeir eigi auðvelt með að koma sér á framfæri með tilkomu rokk.is.
Er auðvelt að fá að spila á tónleikum?
Já, hafirðu réttu samböndin.
Er auðvelt að gefa út?
Já, rokk.is er frábær leið til þess.
Segðu eitthvað um lögin sem þúert með á Rokk.is?
Þetta eru lög sem ég samdi snemma á þessu ári, þau eru reyndar ekki í miklum gæðum og það er á döfinni að taka þau upp í meiri gæðum … þetta er í svona voða trúbadúralegum stíl með smá þjóðlagaívafi he, he.
Hver er mesti gleðigosinn í sveitinni?
Gítarinn minn … hann hefur allavega mestu lætin : D
Hvað er á döfinni hjá þér?
Sitja heima og semja á fullu : ) svo ætla ég hugsanlega að reyna að bæta við hljómsveitina.
Eitthvað að lokum?
bara takk : )
Lög með sveitinni:
kassagítarglamr með þjóðlagastíl