Það er kominn 12. desember, en jólasveinninn Stekkjarstaur kemur ekki til byggða. Þegar Halla fer að athuga hvernig á því standi kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Tekst Höllu að fá þá til að skipta um skoðun?
Þessi sýning er skemmtileg og vel unnin og vonandi fá sem flest íslensk börn að sjá hana.
SAB Mbl.
FERÐASÝNING EINNIG SÝND Í MÖGULEIKHÚSINU VIÐ HLEMM
Fyrir áhorfendur á aldrinum: 2ja - 9 ára
Sýningartími: 45 mínútur
Undirbúningstími fyrir sýningu: 45 mínútur
Gólfpláss fyrir sýningu: 5X5 m
Leikstjóri: Pétur Eggerz
Leikmynd og búningar: Leikhópurinn
Leikarar: Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir