Sigla í kapp um slóðir franskra Íslandssjómanna
Siglingakeppni milli Frakklands og Íslands hófst í bænum Paimpol á Bretaníuskaga um helgina. Nítján skútur lögðu upp í siglingu til Reykjavíkur, Grundarfjarðar og til baka, alls rúmlega 2.500 sjómílna leið. Fara þeir svipaða leið og franskar fiskiskútur sem sóttu á Íslandsmið á 19. öld og fram eftir þeirri tuttugustu. Gríðarleg stemmning var í Paimpol daginn sem keppnin hófst og margt fagurra skipa. Ágúst Ásgeirsson fylgdist með og tók meðfylgjandi myndir.