Óskarverðlaunahátíðin er uppskeruhátíð Hollywoodstjarnanna og þá draga þær fram módelkjólana og sitt besta skart. Nokkur eftirvænting ríkir jafnan meðal þeirra sem hafa áhuga á tískunni en mál manna er að á hátíðinni að kvöldi 25. febrúar í ár hafi kjólarnir verið óvenju glæsilegir. Á meðfylgjandi myndum sjást nokkur dæmi um það.