Hér gefst kostur á að taka þátt í vali á þjóðarblóminu, blómi sem gæti haft táknrænt gildi og sem þjónaði hlutverki sem sameiningartákn; blóm sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi.
Skoðanakönnunin byggist á raðvali. Veljið 1 fyrir þá blómplöntu sem helst á skilið að verða þjóðarblómið og síðan þau blóm sem næst því koma ef vill. Hægt er að standa gegn vali á einni blómplöntu með því að setja tölustafinn 7 við hana. Ekki er nauðsynlegt að velja fleiri en eitt blóm.
Skoðanakönnunin stendur fram til 15. október og niðurstaða hennar verður kynnt 22. október.