Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
Það er manni ekki alltaf best að gera það sem mann langar til að gera. Leggðu áherslu á það að vernda einkalíf þitt og haltu þig fyrir utan sviðsljósið.
Varkárni er dyggð en getur svo sem gengið of langt eins og allt annað. Leitaðu ekki langt yfir skammt, hin sanna gleði býr innra með þér.
Settu þína eigin heilsu ofar öllu öðru því að öðrum kosti áttu margt á hættu sem erfitt getur verið að finna lausn á. Léttu á hjarta þínu því þá líður þér betur á eftir.
Það er eitt og annað að gerast í kringum þig sem þú kannt litla skýringu á. Varpaðu allri formfestu fyrir róða og láttu berast með straumnum í dag.
Þér hefur vegnað vel í starfi og finnst tími til kominn að fá einhverja umbun fyrir. Gerðu eitthvað óvenjulegt til að fullnægja þörf þinni fyrir spennu og ævintýri.
Nú er tími til þess að endurskoða nokkuð sem þér þótti einu sinni fyndið. Njóttu kvöldsins í góðra vina hópi.
Stundum er rétta aðferðin sú að þoka sér áfram skref fyrir skref. Láttu ekki undan þeirri löngun að draga þig í hlé.
Þú átt auðvelt með takast á við verkefni sem krefjast einbeitingar í dag. Fáðu aðstoð, ef það er það sem þarf til þess að þú getir staðið við þitt.
Þér er nauðsyn á því að komast aðeins í burtu frá amstri dagsins. Þú gætir þurft að ganga þvert á vilja hóps sem þú átt dagleg samskipti við.
Þér gætu boðist nýir möguleikar sem þú ert ekki viss um hvernig þú getur notfært þér. Ekki er allt gull sem glóir og þú græðir á því að skoða hlutina.
Hafðuu báða fætur á jörðunni og vertu skýr í kollinum. Sama hvað það er. Einhver sem þú þekkir gerir ekki eins og þú vilt.