um merkin

EINKENNI
Lykilorð: Tjáskipti
Pláneta: Merkúr
Höfuðskeppna: Loft
Litur: Gulur
Málmur: Kvikasilfur
Steinar: Agat, raf
Líkamshluti: Hendur og lungu
Frægir tvíburar Bob Dylan, Kristján Jóhannsson, John Wayne, Guðrún Agnarsdóttir, Paul McCartney, Bubbi Mortens, Hrafn Gunnlaugsson, Thomas Mann, Tom Jones og Josephine Baker.
TVÍBURAR TVÍBURAR
Pláneta Tvíburanna er Merkúr, sem kenndur er við sjálfan sendiboða guðanna, svo það er ekki að undra að Tvíburarnir séu alltaf á ferð og flugi. Þeir eru oft lágvaxnir, grannir og líkamlega veikbyggðir, en helst má þó þekkja Tvíburann á því að hann gerir margt í einu, talar mikið og gjarnan með miklu handapati og virðist aldrei geta verið kyrr. Tvíburinn er oftast gríðarlega forvitinn og hefur mikla þörf fyrir að skiptast á hugmyndum og skoðunum við aðra, enda vinnur fólk í Tvíburamerkinu iðulega við fjölmiðla eða sem sölumenn. Oftast eru Tvíburarnir fjölhæfir, greindir og fljótir að hugsa, einkum í öllum tjáskiptum, en þeir geta líka verið kaldhæðnir, hvikulir og óáreiðanlegir og fljótir að gleyma öllum loforðum. Þó að þeir hrífist af alls kyns hugmyndum, hafa þeir ekki endilega ýkja mikla þörf fyrir að sjá þeim hrint í framkvæmd. Tvíburar eru oftast daðurgjarnir og yfirborðskenndir og þeir tala stöðugt. Versti óvinur Tvíburans er leiðindi og hann gerir næstum hvað sem er til að komast hjá þeim. Tvíburinn ætti að reyna að hafa hemil á nýjungafíkn sinni og hviklyndi, ef hann vill ná góðum árangri í starfi og einkalífi.