Dagur íslenskrar tónlistar

Íslenskir tónlistarmenn munu standa að tónlistargjöf til Íslendinga á degi íslenskrar tónlistar sem verður haldinn föstudaginn 12. desember. Mikið safn tónlistar frá þessu ári verður aðgengilegt til miðnættis í kvöld. Þar getur almenningur valið úr þeirri fjölbreyttu tónlistarútgáfu og halað hana niður endurgjaldslaust í fullum gæðum. Gjöf þessi verður aðeins aðgengileg þennan eina dag.

Geimsteinn, Blánótt, Samyrkjubúið, Skýmir, Dimma, JPV, Kimi Records, ITM, Sena, Smekkleysa, Sögur, Zonet og 12 tónar hafa sameinast um að gefa lög með Einari Braga, Hvar er Mjallhvít?, Tommygun Preachers, Rokkabillybandinu, Rúnari Júlíussyni, Tómasi R. Einarssyni, Á móti sól, Nýdanskri, Bergþóru Árnadóttur, Sigurði Flosasyni, Hrauni, Kristjönu Stefáns, Gunnari Gunnarssyni, KK, Agent Fresco, Hjaltalín, Morðingjunum, Reykjavík!, Borko, Retro Stefson, Hellvar, Pikknikk, Skakkamanage, Sin fang bous, Múgsefjun, Guðrún Ingimarsdóttur, Snorra Sigfúsi Birgissyni, Graduale Nobili, Hildigunni Rúnarsdóttur, Atla Ingólfssyni, Hymnodiu, Baggalúti, Bubba Morthens, Buffi, Garðari Cortes, Dísu, Esju, Gilligill, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Helga Björnssyni, Lay Low, Motion Boys, Ragga Bjarna, Ragnheiði Gröndal, Sálinni hans Jóns míns, Sigurði Guðmundssyni, Sprengjuhöllinni, Stafakörlunum, Stefáni Hilmarssyni, Steina, The Viking Giant Show, Þursaflokknum og Caput, Diddú og Terem, Klaufum, Villa Valla og Evil Madness, Bob Justman, Dr. Spock, Ghostigital/Finnboga Péturssyni/Skúla Sverrissyni, Jeff Who?, Kiru Kiru, Sigur Rós, Slugs, Steintryggi, Super Mama Djombo, Björk, Serenu og Hamrahlíðarkórnum.

Sækja tónlist hjá Tónlist.is

Smekkleysa SM býður síðan nýtt lag í skóinn fram að jólum!

Sækja í skóinn hjá Smekkleysu SM

Jólagjöf Kimi Records 2008 - Safnskífuna "Jólagjöf Kimi Records 2008" er hægt að nálgast í vefversluninni http://kimi.grapewire.net og verður hún fáanleg út desember. Á plötunni eru lög með Benna Hemm Hemm, Pikknikk, Hjaltalín, Mark Noseby, Sin Fang Bous, FM Belfast, Léttu á bárunni, Múgsefjun, Retro Stefson, Skakkamanage, Agent Fresco, Sudden Weather Change, Morðingjunum, Reykjavík!, Borko, Klive, Hellvari og Rúnki.

Sækja tónlist hjá Kima