Banaslys varð á vinnusvæðinu við Kárahnjúka í nótt er maður á þrítugsaldri varð undir grjóti sem féll úr bergvegg og niður í gljúfrin þar sem hann var við störf.
Slysið varð um klukkan þrjú í nótt. Hinn látni er Íslendingur á þrítugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.
Að sögn sýslumannsins á Egilsstöðum virðist sem einn hnullungur, nokkrir tugir kílóa á þyngd, hafi losnað úr berginu og hrunið niður á manninn.