Tólf hundruð fermetra heilsulind rís við Laugarvatn

Áætlaður er að kostnaður við upp­bygg­ingu 1200 fer­metra heilsu­lind­ar á bökk­um Laug­ar­vatns kosti yfir 300 millj­ón­ir kr. Bláa lónið kem­ur að fag­legri upp­bygg­ingu og rekstri heilsu­lind­ar­inn­ar. Bú­ist er við að gest­um svæðis­ins fjölgi mjög, að þeir verði um 90 þúsund á ári þegar allt verður til­búið en nú koma um 25 þúsund gest­ir í gufubaðið og sund­laug­ina á Laug­ar­vatni.

Holl­vina­sam­tök gufubaðs og smíðahúss á Laug­ar­vatni kynntu áform sín á fundi í sal Mennta­skól­ans á Laug­ar­vatni síðastliðinn laug­ar­dag. Þar kom fram að í heilsu­lind­inni verða gufu­böð, yl­strönd, heit­ir pott­ar, buslpott­ar og sund­laug, auk aðstöðu fyr­ir nudd og slök­un.

Jafn­framt kom fram að unnið er að mikl­um breyt­ing­um á deili­skipu­lagi byggðar­inn­ar á Laug­ar­vatni til að tryggja um­ferðarör­yggi og flæði um­ferðar að íþrótta­svæðum og um íbúðarbyggðina. Er í þessu sam­bandi verið að skipu­leggja all­an vatns­bakk­ann með hver­un­um þrem­ur og norður fyr­ir Vígðulaug í einni heild með sam­spil nátt­úru, forn­minja og sögu staðar­ins í huga.

Holl­vina­sam­tök­in hafa gert leigu­samn­ing við mennta­málaráðherra um af­not af land­inu til 30 ára. Þór­tak ehf. mun reisa bygg­ing­una og sjá um fjár­mögn­un henn­ar.

Stór­huga menn

Ólaf­ur Proppe, rektor KHÍ, rakti aðkomu skól­ans að upp­bygg­ingu á Laug­ar­vatni eft­ir að Íþrótta­kenn­ara­skóli Íslands sam­einaðist KHÍ 1998. Lýsti hann full­um stuðningi skól­ans við þess­ar skipu­lags­breyt­ing­ar og upp­bygg­ingaráform. Hann sagði einnig frá því að náms­braut­in á Laug­ar­vatni væri stöðugt að taka meira mið af heilsu­rækt fólks á öll­um aldri auk íþrótta­kennslu í skól­um.

Guðni Ágústs­son land­búnaðarráðherra ávarpaði fund­inn og gladd­ist yfir því að nú hillti und­ir að Laug­ar­vatn losnaði und­an fjötr­um rík­is­ins. "Þetta er eins og í æv­in­týri þar sem prins­ess­an fal­lega kem­ur og hegg­ur á remb­ihnút­inn og álög­in losna."

Grím­ur Sæ­mundsen, fram­kvæmda­stjóri Bláa lóns­ins, lýsti því að í þeirra huga væri allt til staðar á Laug­ar­vatni sem til þyrfti til að reisa góða heilsu­lind. Mark­miðið væri að markaðssetja Ísland sem heilsu­land.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka