Meginskilyrði starfsleyfis álvers ekki uppfyllt

Sta­rf­sley­fi og framkvæ­m­d­aley­fi Alcoa falla ekki sjálf­krafa úr gildi við dóm Hæsta­r­éttar síðastliðinn fi­m­m­tudag í máli Hjörlei­fs Gutt­orm­ssonar gegn Alcoa Fjarðaáli og íslen­ska ríkinu, að mati Aðalheiðar Jóhannsd­ótt­ur, dós­ents í um­hverfis­rétti við Hásk­óla Íslands.

"Það ski­p­tir ekki öllu máli að Hæsti­rétt­ur felldi ekki úr gildi framkvæ­m­d­aley­fið og sta­rf­sley­fið," sagði Aðalheiður í sa­mt­ali við Mor­g­un­blaðið í gær. "Aðalatriðið nú er að ákveðin lagaskilyrði eru ekki uppfy­llt. Í 16. gr. laga um mat á um­hverfis­á­hrifum seg­ir að það sé óhei­m­ilt að gefa út ley­fi, þar með talið sta­rf­sley­fi, fy­r­ir ma­tssky­ldri framkvæ­md fyrr en úrs­kurður um mat á um­hverfis­á­hrifum ligg­ur fy­r­ir og seg­ir að ley­fi­sveitandi skuli taka tillit til hans. Einnig by­gg­ir 27. grein ski­p­u­lags- og by­gg­ing­arlaga, um framkvæ­m­d­aley­fi, á þessari sömu fors­endu, svo og regl­ugerð um sta­rf­sley­fi fy­r­ir meng­andi at­vinnu­rekst­ur. Viðkom­andi stjórnvöld hljóta nú að taka afstöðu til sta­rf­sley­fis­ins þar sem gr­undvöllur þess er brostinn. Meg­in­skilyrði sta­rf­sley­fis­ins, í þessu tilv­iki mat á um­hverfis­á­hrifum, er ekki leng­ur uppfy­llt. Stjórnvöld hljóta því að minnsta kosti að íhuga það að aft­u­r­kalla sta­rf­sley­fið. Það er ekki út­ilokað að ein­hver einst­a­klin­g­ur eða jafnvel lögaðili geti átt svo einst­a­klin­g­sbundna ha­gs­m­uni að hann geti kra­fist þess að sta­rf­sley­fið verði fellt úr gildi. Jafnvel þótt sta­rf­sley­fið og framkvæ­m­d­aley­fið falli ekki sjálf­krafa úr gildi með þessum dómi er ekki þar með sagt að stjórnvöld þurfi ekki að aðha­fast eitt­hvað. Þetta er kannski það sem vekur stærstu sp­urning­arnar varðandi þennan dóm."

Tvö aðskilin meg­in­at­riði

Ann­ars vegar er sú ákvörðun Hæsta­r­éttar að óg­ilda ákvörðun um­hverfis­ráðherra um að Alcoa þurfi ekki um­hverfism­at. "Sú niðurstaða Hæsta­r­éttar styðst við lagaákvæði. Það seg­ir skýrt í 6. grein [laga nr. 106/​2000], saman­ber 2. viðauka með lög­unum um mat á um­hverfis­á­hrifum, að það er ekki mög­u­legt by­ggja á 6. grein laganna nema búið sé að gefa út sta­rf­sley­fi. Í þessu tilv­iki var ekki búið að gefa út sta­rf­sley­fi fy­r­ir álver Reyðaráls. Af þei­rri ástæðu var ekki hægt að by­ggja ákvörðun Ski­p­u­lagsstofnunar um að það þyrfti ekki nýtt um­hverfism­at, sem ráðherra síðan staðfesti, á 6. greini­nni. Það þarf því að gera fu­llt mat á um­hverfis­á­hrifum fy­r­ir álver Alcoa í samr­æ­mi við 5. grein laganna," sagði Aðalheiður.

Sú ákvörðun Hæsta­r­éttar að staðfesta frávísun um­hverfis­ráðherra á kæru Hjörlei­fs Gutt­orm­ssonar vegna aðildarsk­orts kom Aðalheiði ekki held­ur á óva­rt. "Hún er í samr­æ­mi við lög. Það seg­ir ekk­ert um aðild­ina í lögum 7/​1998, um hollust­u­hætti og meng­unar­va­rnir. Það gilda alm­ennar regl­ur og Hjörleif­ur telst ekki eiga einst­a­klin­g­sbundna og lögvarða ha­gs­m­uni, né vera í þei­rri stöðu að geta beitt grenndarrétta­rsjónar­miðum."

Mikilvægt að va­nda máls­meðferð

Aðalheiður hef­ur gert sérst­aka ranns­ókn á 6. grein Árós­a­samning­s­ins, en Ísland hef­ur ekki enn fu­llg­ilt sa­mninginn. Hún telur gott að fá þessi til­t­eknu um­m­æli Hæsta­r­éttar. "Það er ekki nóg að veita fó­lki rétt til að gera at­hugas­em­d­ir við drög að sta­rf­sley­fi. Það verður einnig að vinna úr at­hugas­em­d­unum og taka tillit til þei­rra. Í dó­m­inum kem­ur fram að í þessu tilv­iki er ým­islegt at­hugavert við máls­meðferðina sem slíka, þó að málið falli ekki á því. Sta­rf­sley­fisþátt­u­rinn fellur á því að það eru ekki neinar sérst­akar lagaregl­ur um aðild­ina.

Þetta seg­ir okkur einnig að ákveðnar meg­in­regl­ur um­hverfis­rétta­rins - ný­m­æli eins og rý­m­kun á aðildar­reglum - verða ekki sjálf­krafa hluti af rétta­r­k­erfinu. Það þarf að taka afstöðu til þess hver­jir geti kært ákvarðanir eins og sta­rf­sley­fi. Þetta þarf að gera með lögum. Eins og kem­ur skýrt fram í dó­m­inum duga grenndar­regl­urnar einar og sér afar ska­mmt til að try­ggja mönnum kær­urétt, hvað þá aðildarrétt í dóms­m­áli."

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert