Ánamöðkum í fötu var stolið fyrir utan gistiheimili í Búðardal um helgina en glöggir menn tóku eftir bíl á svæðinu, sem lögreglan stöðvaði síðan á Bröttubrekku. Ánamaðkarnir fundust í bílnum og var skilað til eiganda síns.
Mikil umferð var um umdæmi lögreglunni í Búðardal og komu nokkur mál til hennar kasta. 8 voru teknir fyrir of hraðan akstur um helgina. Tvö umferðaróhöpp urðu á Svínadal, útafakstrar og veltur, en ekki varð tjón á fólki.