Lífskjör í fátækustu löndunum versna

Vannært barn í Níger
Vannært barn í Níger Reuters

Vax­andi mun­ur er á lífs­kjör­um fólks í rík­ustu og fá­tæk­ustu lönd­um heims sam­kvæmt niður­stöðu ár­legr­ar rann­sókn­ar Þró­un­ar­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (UNDP) en í rann­sókn­inni er m.a. tekið til­lit til lífs­líka, lestr­arkunn­áttu, mennt­un­ar og lífs­gæða sam­kvæmt HDI staðlin­um. Þetta kem­ur fram á sænska frétta­vefn­um The Local.

Claes Johans­son, talsmaður UNDP, seg­ir skip­an efstu sæta list­ans ekki koma á óvart en þar eru Nor­eg­ur og Ísland í efstu sæt­um. Hann seg­ir rann­sókn­ina þó sýna að mik­il þörf sé að huga að mál­efn­um þeirra fimm ríkja sem séu neðst á list­an­um en í fimm neðstu sæt­um hans eru Gín­ea-Bis­sá, Búrkína-Fasó, Malí, Sierra Leon og Níg­er. Þá seg­ir hann að bilið á milli ríkra og fá­tækra þjóða sé stöðugt að breikka og að mest­um áhyggj­um valdi að lífs­kjör fólks í Afr­íku sunn­an Sa­hara hafi ekki batnað neitt á síðustu fimmtán árum. Þetta megi m.a. rekja til skorts á hreinu vatni og út­breiðslu HIV veirunn­ar og al­næm­is.

Johans­son bend­ur á að íbú­ar Nor­egs séu að jafnaði 40 sinn­um rík­ari en íbú­ar Níg­er og að þeir geti gert ráð fyr­ir að eiga helm­ingi lengri ævi. Lífs­lík­ur fólks í álf­unni eru nú 46 ár sem er lægri en fyr­ir þrjá­tíu árum. Lægst­ar eru lífs­lík­urn­ar hins veg­ar í Svasílandi þar sem gera má ráð fyr­ir að ný­fætt barn lifi í 31 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert