Eitrun og sjúkdómar af völdum áfengis algengustu banamein í Finnlandi

mbl.is

Eitrun og sjúkdóm­ar af völdum áf­eng­isney­slu eru orðin alg­eng­ustu bana­mein karla og kvenna í Finnlandi, og á síðasta ári var áf­eng­isney­sla þar meiri en nokk­ru sinni fyrr, að því er greint var frá í dag. Rú­m­lega 2.000 manns á ald­rinum 15-64 ára lét­ust í fy­rra af of­an­g­reindum ors­ö­kum. Hátt í þúsund manns lét­ust í sly­sum eða of­b­eld­i­s­v­er­kum sem rekja mátti til áf­eng­isney­slu.

Sautján af hu­ndraði dauðsfalla karla í þessum ald­u­rs­hó­pi voru af völdum áf­eng­isney­slu, og var þetta í fy­rsta sinn sem dauðsf­öll af þessum sö­kum voru fleiri en af völdum hj­artas­júkdóma. Rú­m­lega 10,5% dauðsfalla kvenna í ald­u­rs­hó­pnum voru vegna áf­eng­isney­slu, eða sama hlutf­all og af völdum br­jóst­a­kra­bba.

„Þetta er mjög alva­rleg þróun,“ sagði Krist­i­ina Ku­ussa­ari, talsmaður Velf­erðar- og heilbrigðisstofnunar Finnlands. Þró­unin muni ha­lda áfram næstu ár.

Í fy­rra dr­ukku Finnar sem sva­r­ar 55,2 milljónum lít­ra af hr­einum vínanda, eða 2,5% meira en árið á undan. Aft­ur á móti var ney­slan 14% meiri en hún var 2003, rétt áður en skattar á áf­engi voru lækkaðir. Síðan það ár hef­ur kostnaður við meðferð sjúkdóma af völdum áf­eng­is hækkað um 14%, og nam 850 milljónum evra í fy­rra.

Skattar á áf­engi voru lækkaðir um rú­m­lega 40% í mars 2004 í því sky­ni að draga úr „fy­lli­rísf­erðum“ til Rússlands og Eist­lands, þar sem áf­engi er mun ód­ýr­ara en í Finnlandi. Lækkuninni var harðlega mót­m­ælt af heilbrigðis­fu­llt­rúum, sem vöruðu við neikvæðum áhrifum, og lögregl­an sagði að í kjölf­arið hefði áf­eng­isney­sla á al­m­annaf­æri og andfélagsleg hegðun færst í au­kana.

Fy­rstu sex mánuðina eftir að skattar á áf­engi voru lækkaðir jókst áf­eng­isney­sla 17 ára ung­m­enna, og alm­enn ney­sla færðist í vöxt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka