Tekist á í Baugsmálinu

00:00
00:00

Í morg­un hófst önn­ur vik­an í aðalmeðferð seinni hluta Baugs­máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Tryggvi Jóns­son sat fyr­ir svör­um og sett­ur sak­sókn­ari Sig­urður Tóm­as Magnús­son spurði hann út úr 10. ákæru­lið ákæru­lið þar sem Jón Ásgeir er sakaður um meiri­hátt­ar bók­halds­brot.

Minn­is­leysi
Oft bar Tryggvi við minn­is­leysi er sett­ur sak­sókn­ari spurði hann um til­urð ým­issa skjala og minn­ismiða og einu sinni sagði hann sett­um sak­sókn­ara að hann væri að mis­skilja flókið bók­halds­atriði.

Yf­ir­heyrsluaðferðum mót­mælt
Jakob Möller verj­andi Tryggva Jóns­son­ar mót­mælti yf­ir­heyrsluaðferðum Sig­urðar Tóm­as­ar og sagði að þær minntu á aðferðir lög­regl­unn­ar þar sem hann spyrði þráfald­lega um skjal sem hann vissi vel að hefði verið fellt úr gildi og drægi síðan upp hið rétta skjal í lok yf­ir­heyrsl­unn­ar. Jakobi fannst að þessi yf­ir­heyrsluaðferð ætti ekki heima í dómssal.

Sig­urður Tóm­as sagði að þetta væru full­kom­lega eðli­leg­ar yf­ir­heyrsluaðferðir, hann væri ein­fald­lega að fara yfir skjöl í mál­inu í réttri tímaröð og vildi hann með þess­um hætti sýna hvernig skýr­ing­ar fólks tengdu mál­inu hafi breyst.

Raf­magnað and­rúms­loft
Þegar hér var komið sögu var and­rúms­loftið í rétt­ar­saln­um orðið nokkuð raf­magnað og verj­andi Tryggva mót­mælti því að skýr­ing­ar hans hafi breyst og Tryggvi bar sjálf­ur fram bón um að spyrja sak­sókn­ara einn­ar spurn­ing­ar og sagði sak­sókn­ari ákveðið nei, það mætti hann ekki.

Hér skarst dóm­ari í leik­inn og bað um skýr­ingu á spurn­ingaaðferðum sak­sókn­ara en tók jafn­framt fram að það væri tak­markað hvað dóm­ari mætti skipta sér af.

Sig­urður Tóm­as út­skýrði sín­ar aðferðir við yf­ir­heyrsl­una og sagði að hann hefði verið löngu bú­inn með þenn­an lið spurn­ing­anna ef þessi trufl­un hefði ekki komið til. Þá mót­mælti Jakob Möller harðlega og dóm­ar­inn tók und­ir þau mót­mæli.

Jón Ásgeir milli­lend­ir í yf­ir­heyrslu
Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs sagði að hugs­an­lega yrði yf­ir­heyrsl­um yfir hon­um haldið áfram um miðjan dag á fimmtu­dag­inn kem­ur en þá gæti Jón Ásgeir stoppað í 3 klukku­stund­ir eða svo á leið sinni frá Englandi til Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert