Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, …
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, Jakob R. Möller, verjandi Tryggva, og Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/ÞÖK

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, for­stjóri Baugs Group, og Tryggvi Jóns­son, fyrr­ver­andi aðstoðarfor­stjóri Baugs, voru fundn­ir sek­ir um hluta ákæru­liðanna í Baugs­mál­inu svo­nefnda. Jón Ásgeir var dæmd­ur í 3 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og Tryggvi í 9 mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Hluta af ákæru­liðunum var vísað frá, þar á meðal ákæru á hend­ur Jóni Ger­ald Sul­len­ber­ger. Eng­inn hinna ákærðu var viðstadd­ur dóms­upp­kvaðning­una.

Lög­menn sak­born­inga vildu lítið segja að dóms­upp­kvaðningu lok­inni þar sem þeir hefðu ekki séð for­send­ur dóms­ins enn. Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs, sagði við frétta­menn eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp, að það væru von­brigði að komið hefði til ein­hverr­ar sak­fell­ing­ar. Jakob R. Möller, lögmaður Tryggva, sagði að það hefði aldrei hvarflað að sér að refs­ing­in yrði svona þung en hann lagði áherslu á að dóm­ur­inn væri skil­orðsbund­inn. Brynj­ar Ní­els­son, verj­andi Jóns Ger­alds, fagnaði niður­stöðunni.

Sig­urður Tóm­as Magnús­son, sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, vildi held­ur ekki tjá sig mikið þar til hann hefði lesið dóm­inn og sagði að dómsorðið segði lítið í sjálfu sér. Hins veg­ar hefði ákæru­valdið gefið út ákæru vegna þess að það trúði að sekt væri fyr­ir hendi í öll­um þess­um ákæru­liðum.

Ákæru­liðum 2-9 var vísað frá á þeim for­send­um að refsi­heim­ild hluta­fjár­laga væri ekki nægi­lega skýr. Sýknað er af ákæru fyr­ir meint brot vegna skemmti­báts á Flórída.

Sig­urður Tóm­as var spurður hvort það væri létt­ir fyr­ir ákæru­valdið, að sak­fellt hefði verið í mál­inu en hann svaraði að það væri alltaf al­var­leg­ur hlut­ur þegar menn væru sak­felld­ir. Um skil­orðsbind­ingu refs­ing­ar­inn­ar sagði hann, að hún gæti verið af ýms­um ástæðum. Um væri að ræða menn með hreint saka­vott­orð fram að þessu, og einnig hefði liðið nokkuð lang­ur tími frá því brot­in voru fram­in og þar til ákæra var gef­in út.

Dóm­ur­inn í Baugs­mál­inu

Dómssalur 1 var þétt setinn þegar dómurinn í Baugsmálinu var …
Dómssal­ur 1 var þétt set­inn þegar dóm­ur­inn í Baugs­mál­inu var kveðinn upp. mbl.is/ÞÖ​K
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert