Brunnu inni er mæðurnar skruppu á bar

Komið hef­ur í ljós að fimm börn sem brunnu inni Pits­burg í Banda­ríkj­um um í síðustu viku höfðu verið skil­in ein eft­ir heima ásamt tveim­ur átta ára börn­um sem komust lífa af úr eld­in­um. Mæður barn­anna, sem höfðu farið á bar, héldu því upp­haf­lega fram að barn­fóstra barn­anna hefði látið sig hverfa eft­ir brun­ann en þær hafa nú viður­kennt að hafa skilið börn­in eft­ir án eft­ir­lits. Talið er að rekja megi elds­voðann til fikts eins barns­ins með eld­spýt­ur. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten

Kon­urn­ar segj­ast ein­ung­is hafa verið í burtu í tutt­ugu mín­út­ur og að þær hafi ein­ung­is drukkið einn bjór hvor. Þær eiga nú báðar yfir höfði sér ákær­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi, fyr­ir að hafa af­vega­leitt rann­sókn lög­reglu og stofnað lífi slökkviliðsmanna í hættu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka