Fékk inngöngu í Mensa tveggja ára gömul

Tveggja ára bresk stúlka frá Hamps­hire í Englandi hef­ur fengið inn­göngu í gáfu­manna­fé­lagið Mensa. Stúlk­an mæld­ist á dög­un­um með 152 stiga greind­ar­vísi­tölu miðað við ald­ur, sál­fræðing­ur­inn Joan Freem­an sem lagði prófið fyr­ir stúlk­una seg­ir að hún hefði lík­lega getað náð hærra skori, en þurfti að sá sér blund eft­ir þriggja stund­ar­fjórðunga próf.

Georgia var far­in að skríða fimm mánaða göm­ul, gekk níu mánaða göm­ul og gat haldið uppi sam­ræðum eins og hálfs árs göm­ul. For­eldr­arn­ir veittu því að von­um eft­ir­tekt að stúlk­unni gekk vel að læra og ákváðu að láta leggja fyr­ir hana Stam­ford-Binet greind­ar­próf fyr­ir henn­ar ald­urs­flokk.

Freem­an seg­ist hafa orðið undr­andi, stúlk­an, sem er tveggja ára og níu mánaða gat svarað spurn­ing­um sem að öllu jöfnu vefjast fyr­ir fimm til sex ára börn­um. Georgia þurfti að svara spurn­ing­um á borð við það hvað passi við syst­ur ef dreng­ur svari til bróður, þetta gerði Georgia vand­ræðalaust, en Freem­an bend­ir á að börn á henn­ar aldri þekki varla lit­ina og eigi í vand­ræðum með að halda á skrif­fær­um.

Það sem kom Freem­an hins veg­ar á óvart var að Georgia at teiknað nær full­kom­inn hring. Nokkuð sem börn á henn­ar aldri eiga ein­fald­lega ekki að geta gert. Stúlk­an fékk 152 stig á próf­inu en seg­ist Freem­an sann­færð um að hún hefði getað náð betri ár­angri.

,,Hún varð bara skyndi­lega mjög þreytt, að ein­beita sér í 45 mín­út­ur er mikið af­rek fyr­ir út af fyr­ir sig barn á henn­ar aldri.

Mensa er fé­lags­skap­ur fólks með háa greind­ar­vísi­tölu, hann var stofnaður árið 1946, einu inn­töku­skil­yrðin eru að viðkom­andi mæl­ist með hærri greind­ar­vísi­tölu en 98% fólks, en mark­mið fé­lags­ins er að skapa póli­tískt óháð sam­fé­lag laust við mis­mun­un vegna fé­lags­legr­ar stöðu.

Georgia er sú langyngsta sem fengiði hef­ur inn­göngu í fé­lagið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka