Schumacher sætir rannsókn

Schumacher æfir sig í dag á Wembley í London fyrir …
Schumacher æfir sig í dag á Wembley í London fyrir kappakstur meistaranna á morgun. ap

Mi­cha­el Sc­hu­m­ac­her á yfir höfði sér lögregl­u­ranns­ókn vegna ein­hvers mest um­fj­allaða akst­u­rs hans í seinni tíð; akst­ur níu manna leig­bíls af gerðinni Opel í Þýska­landi fy­r­ir nokk­rum dögum.

Lögregl­an og saks­óknar­ar í Coburg í Þýska­landi telja að lög­brot hafi verið framið og hafa stefnt fy­r­ir sig bæði Sc­hu­m­ac­her og leig­u­bílst­jóranum Tuncer Yil­m­az, sem ljóst­raði upp um ferðina frægu.

Yil­m­az sagði svo frá í fréttum sem farið hafa um alla heim­s­by­ggðina að Sc­hu­m­ac­her hafi verið kominn í tímaþröng og óskað eftir því við hann að fá að key­ra leig­u­bílinn sjálf­ur út á flu­gvöll.

Hann sagði Sc­hu­m­ac­her hafa „botnað“ bílinn alla leið út á flu­gvöll, ekki slegið af í bey­gjum  og tekið fram úr öðrum bílum „á ót­rúleg­ustu stöðum“ í Coburg.

Yil­m­az sagði að auk þess að borga 60 evru gj­ald eins og mælir kvað á um hafi hann gefið honum 100 evr­ur að auki fy­r­ir að ley­fa sér að key­ra bílinn svo hann gæti komið sér og fjölsk­y­ld­unni út á flu­gvöll í tæka tíð.

Með þessu þykir Yil­m­az hafa framið lög­brot því óhei­m­ilt mun vera að farþegi key­ri leig­u­bíl. Á hann því yfir höfði sér ref­singu auk Sc­hu­m­ac­hers, ef sannað þykir að þeir hafi gerst sekir um lög­brot.  

„Við erum að skoða málið og hvað nákvæ­m­lega átti sér stað,“ seg­ir talsmaður lögregl­unnar í Coburg við staðar­blaðið Neue Presse.  

Sjálf­ur sagðist Sc­hu­m­ac­her undrandi á frétt­afl­utningi af máli þessu á blaðamannafundi í Lon­d­on í dag en þar keppir hann í kappakstri meistar­anna, sem fram fer á Wem­bley á mor­g­un. Sagði hann málið hafa verið blásið upp úr öllu va­ldi og „ald­r­ei hafi minni fluga verið gerð að stærri fíl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka