Karlmenn séu vakandi fyrir krabbameinseinkennum

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðsráðherra opnaði vefinn með formlegum hætti.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðsráðherra opnaði vefinn með formlegum hætti.

Karl­menn og kr­ab­ba­mein er yfirskri­ft tveg­g­ja vi­kna átaks  Kr­ab­ba­mein­s­félags Íslands sem Guðlau­g­ur Þór Þórðarson heil­brigðisráðherra ýtti for­mlega úr vör í gær. Við sama tækifæri var opnaður vef­ur átaks­ins á slóðinni www.karl­menn­og­kr­ab­ba­mein.is. Þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til sérstaks átaks um karl­menn og kr­ab­ba­mein hér á landi.

Fram kemur í til­kynn­ingu að auk opn­u­n­ar vef­sins verði bæklingi um karl­menn og kr­ab­ba­mein dr­eift á öll heimili í land­inu í þes­s­ari viku og au­g­lýs­ing­ar birtar í fjölmiðlum og víðar. Tei­kni­myn­dafíg­úr­an Stein­ar er í aðalhlut­verki og fræðir karla um ein­kenni kr­ab­ba­meina og fleira þeim tengt með hú­morinn að vopni.

Ein­kennis­tá­kn átaks­ins er þrílit slau­fa; blá, hvít og fjólu­blá, en liti­rnir tá­kna þrjú alg­eng­us­tu kr­ab­ba­mein í körl­um; blöðruhálskirtils-, lun­g­na- og ri­s­til­kr­ab­ba­mein. Slau­f­an fer í sölu á fös­tu­dag og hægt verður að kau­pa hana hjá Pós­t­inum, Frumherja, Sambíó­un­um, Kaffit­ári, versl­un­um Ey­mun­ds­son og ýmsum öðrum sölus­töðum um land allt.

Að meðaltali gr­einast árl­ega um 630 íslen­skir karl­ar með kr­ab­ba­mein, þar af 190 með kr­ab­ba­mein í blöðruhálskirtli, 64 með lun­g­n­akr­ab­ba­mein og 51 með ri­s­til­kr­ab­ba­mein. Hor­f­ur þeirra sem gr­einast með kr­ab­ba­mein á Íslandi eru al­mennt góðar en þegar menn eru komnir yfir fert­ugt au­kast líkurn­ar á því að fá kr­ab­ba­mein. Það þýðir að þeir þurfa að vera va­kandi fyr­ir þeim ein­kenn­um sem lýst er í bækling­n­um. Ef ein­hver þeirra koma fram og eru ekki hor­fin eft­ir þrjár til fjór­ar vikur ættu þeir að leita læÃ‚­knis, seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Blog­gað um frét­tina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert