Atvinnuleysi 1% í mars

mbl.is

At­vinnu­leysi á Íslandi í mars 2008 var 1% líkt og í fe­brú­ar og voru að meðaltali 1.674 ein­stak­ling­ur á at­vinnu­leys­is­skrá í mánuðinum. Þetta er lít­ils­hátt­ar fjölg­un frá fe­brú­ar­mánuði, eða um 43 manns, þó at­vinnu­leysið mæl­ist óbreytt. Fyr­ir ári síðan, eða í mars 2007, var at­vinnu­leysið 1,3%.

Aukið at­vinnu­leysi á höfuðborg­ar­svæðinu

At­vinnu­leysi eykst á höfuðborg­ar­svæðinu um 10% og er nú 0,8% en var 0,7% í fe­brú­ar. Á lands­byggðinni minnk­ar at­vinnu­leysi um 3,5% og er 1,5% en var 1,6% í fe­brú­ar.  At­vinnu­leysi karla eykst um 6,6% og er 0,9% en var 0,8% í fe­brú­ar. At­vinnu­leysi kvenna minnk­ar lít­ils hátt­ar og mæl­ist 1,3% líkt og í fe­brú­ar.

Þeim sem verið hafa á skrá leng­ur en 6 mánuði fjölg­ar nokkuð og voru 518 í lok mars en 449 í lok fe­brú­ar.  Þetta eru þó um­tals­vert færri lang­tíma­at­vinnu­laus­ir en var á sama tíma 2006 og 2007.  Þá var 271 at­vinnu­laus  í meira en eitt ár í mars og hef­ur fjöldi þeirra lítið breyst síðustu mánuði, sam­kvæmt frétt á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Litl­ar breyt­ing­ar á ný­skrán­ing­um at­vinnu­leyfa

Ný­skrán­ing­ar rík­is­borg­ara frá nýj­um ríkj­um ESB voru 412 í mars sem er lítið eitt minna en í fe­brú­ar þegar ný­skrán­ing­ar voru 573. Gef­in voru út 46 ný at­vinnu­leyfi í mars sem er svipaður fjöldi og að jafnaði síðustu 12 mánuði.

Spá auknu at­vinnu­leysi

„Oft byrj­ar að draga úr at­vinnu­leysi í apríl. Í fyrra minnkaði at­vinnu­leysið um 3% milli þess­ara mánaða og var þá 1,1% í apríl en 1,3% í mars. Árið 2001 jókst at­vinnu­leysi um 12,2% milli þess­ara mánaða og stóð í stað milli mars og apríl 2002, en á þeim árum fór staða í efna­hags­mál­um versn­andi líkt og um þess­ar mund­ir.

Laus­um störf­um hjá Vinnu­mála­stofn­un fjölgaði tals­vert eða um 78 milli fe­brú­ar og mars og voru 338 í lok mars. At­vinnu­laus­um í lok mars fjölgaði frá lok­um fe­brú­ar eða um 95, en fækk­un var um 105 á sama tíma árið 2007. Þegar allt er talið er því lík­legt að at­vinnu­leysið í apríl 2008 muni aukast og verða á bil­inu 1%-1,2%," að því er seg­ir í frétt á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Skýrsla Vinnu­mála­stofn­un­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka