Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður

Á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær.
Á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í gær. mbl.is/Frikki

Miðstjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins tel­ur eðli­legt að spurn­ing­unni um hvort stjórn­völd fái umboð til að ganga til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið ´(ESB) verði bor­in und­ir þjóðina í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, óháð öðrum kosn­ing­um.

Þetta kem­ur fram í álykt­un, sem samþykkt var á fundi miðstjórn­ar­inn­ar í gær. Þar seg­ir, að veiti þjóðin umboð til slíkra viðræðna yrði niðurstaða samn­ingaviðræðna við ESB lögð í þjóðar­at­kvæðagreiðslu til samþykkt­ar eða synj­un­ar.

Þá seg­ir í álykt­un­inni, að út­færsla á þjóðar­at­kvæðagreiðslum verði skoðuð frek­ar á kom­andi flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins að und­an­geng­inni umræðu um Evr­ópu­mál sem fram­kvæmda­stjórn standi fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert