Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag

Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, …
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar mbl.is/Kristinn

Dóm­ur í Baugs­mál­inu svo­nefnda verður kveðinn upp í Hæsta­rétti klukk­an 16 í dag. Um er að ræða ákær­ur í átján liðum en í Héraðsdómi Reykja­vík­ur hlutu Jón Ásgeir og Jón Ger­ald þriggja mánaða skil­orðsbundna dóma. Tryggvi Jóns­son hlaut hins veg­ar tólf mánaða skil­orðsbund­inn dóm fyr­ir sinn þátt.

Fyrsta ákær­an var gef­in út 1. júlí 2005.  Rann­sókn máls­ins hófst hins veg­ar með hús­leit í höfuðstöðvum Baugs 28. ág­úst 2002, í kjöl­far kæru Jóns Ger­alds Sul­len­ber­ger þrem­ur dög­um áður. Ákær­ur voru gefn­ar út í mál­inu í 40 liðum 1. júlí 2005 en 32 þeirra var vísað frá og sýknað var í 8 liðum.

Nýj­ar ákær­ur í 19 liðum voru gefn­ar út 30. júní 2006. Fyrsta lið ákær­unn­ar var vísað frá, en eins og sagði mun Hæstirétt­ur kveða upp dóm í 18 ákær­um í dag.

Dóm­ar­ar í mál­inu eru Garðar Gísla­son, Gunn­laug­ur Claessen, Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir, Markús Sig­ur­björns­son og Páll Hreins­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert