Spillingareinkunn Íslands lækkar

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands mbl.is/Sverrir

Ísland er í 7. sæti á nýj­um lista stofn­un­ar­inn­ar Tran­sparency In­ternati­onal þar sem lagt er mat á spill­ingu í stjórn­sýsl­unni. Ísland var í efsta sæti á þess­um lista ásamt Finn­landi fyr­ir tveim­ur árum en hef­ur síðan lækkað og ein­kunn lands­ins er nú 8,9, var 9,2 í fyrra.

Dan­mörk, Svíþjóð og Nýja-Sjá­land fá hæstu ein­kunn stofn­un­ar­inn­ar sem þýðir að þar sé spill­ing­in minnst.

Dan­mörk, Svíþjóð og Nýja-Sjá­land fá ein­kunn­ina 9,3, Singa­púr 9,2, Finn­land og Sviss 9, Ísland 8,9 og Ástr­al­ía og Kan­ada 8,7. At­hygli vek­ur, að Nor­eg­ur fell­ur úr 9. sæti í það 14. Einnig vek­ur at­hygli, að Rúss­land er í 147. sæti og hef­ur ekki verið neðar frá ár­inu 2000. 

Alls eru  183 lönd á lista Tran­sparency In­ternati­onal. Lægst er Sómal­ía með ein­kunn­ina 1, síðan Írak og Búrma með 1,3, Haítí með 1,4, Af­gan­ist­an með 1,5 og Súd­an með 1,6. 

Heimasíða Tran­sparency In­ternati­onal

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka