Krónan heldur einna verst verðgildi sínu

Frá Simbabve
Frá Simbabve Reuters

Íslenska krón­an er í hópi þeirra gjald­miðla í heim­in­um sem hafa staðið sig hvað verst í því að halda verðgildi sínu síðastliðið ár. Ein­ung­is gjald­miðlar Túrk­men­ist­an og Simba­bve eru neðar á lista Bloom­berg-frétta­stof­unn­ar yfir þróun á gjald­eyr­is­mörðum, en á þeim lista eru alls 179 gjald­miðlar. Sér­fræðing­ur hjá SEB-bank­an­um í Svíþjóð seg­ir við Bloom­berg að hér á landi sé al­gjör gjald­eyri­skreppa.

Krón­an hélt áfram að veikj­ast í gær og náði geng­is­vísi­tal­an enn á ný met­hæðum. Hæst fór vísi­tal­an í 213 stig inn­an dags­ins en hún endaði í 206,4 stig­um í lok viðskipta. Veikt­ist krón­an um 2,1% í viðskipt­um gær­dags­ins.

Gengi evru var 156 krón­ur í lok viðskipta í gær, Banda­ríkja­doll­ars 112 krón­ur og punds 199 krón­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka