Skuldastaðan mun batna

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ist ekki hafa ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um skulda­stöðu sjáv­ar­út­vegs­ins. Ljóst sé þó að hún sé slæm í ljósi veiks geng­is krón­unn­ar. Ein­ar tel­ur að krón­an muni styrkj­ast hratt á næst­unni og skuld­astaðan þar með lag­ast.

„Ég tel ekki þjóna mikl­um til­gangi að vera að álykta mikið um skuld­ir sjáv­ar­út­vegs­ins, eða annarra fyr­ir­tækja, út frá því gengi sem nú er. Skuld­astaðan er þó al­var­leg, ég geri ekki lítið úr því. Það bend­ir allt til þess að krón­an muni styrkj­ast mikið á næstu mánuðum. Fyr­ir því eru aug­ljós­ar ástæður. Það hef­ur verið já­kvæður vöru­skipta­jöfnuður síðustu mánuði. Það hef­ur verið mikið inn­streymi af út­flutn­ings­tekj­um og það hef­ur gert meira en að vega upp kostnað af inn­flutn­ingi. Þess vegna tel ég að krón­an muni styrkj­ast, og þar með skuld­astaðan batna,“ seg­ir Ein­ar.

Mikl­ar skuld­ir vegna fram­virkra samn­inga 

Eins og greint hef­ur verið frá í Morg­un­blaðinu skulda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í land­inu 25 - 30 millj­arða króna miðað við nú­ver­andi gengi, vegna af­leiðu- og gjald­miðlaskipta­samn­inga sem fyr­ir­tæk­in gerðu við gömlu bank­anna. Stærst­ur hluti þess­ara samn­inga var við gamla Lands­bank­ann en virði samn­inga sem til­heyra hon­um er um 18 millj­arðar. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa átt í viðræðum við Lands­bank­ann um hvernig sé mögu­legt gera upp samn­ing­anna. Þau vilja að samn­ing­arn­ir séu gerðir upp á gengi sem er lægra en sem nú er. Geng­is­vísi­tal­an er nú um 215.

Samn­ing­ar gerðir upp miðað við lægri geng­is­vísi­tölu

Ein­ari finnst koma til álita að gera samn­ing­anna miðað við lægri geng­is­vísi­tölu en nú er. „Varðandi fram­virku samn­ing­anna, sem fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðirn­ir gerðu til þess að verj­ast geng­is­sveifl­um, þá ligg­ur fyr­ir að þessi samn­ing­ar komust í upp­nám við fall bank­anna. Vilji sjáv­ar­út­vegs­ins hef­ur verið sá, að gera samn­ing­anna upp með ein­hverj­um hætti. Þessi samn­ing­ar eru í hönd­um gömlu bank­anna.og það hafa staðið yfir viðræður um að nýju bank­arn­ir taki yfir þessa samn­inga, á verðgildi sem um semst á milli þess­ara tveggja aðila, sem eru nýju og gömlu bank­arn­ir. Við þess­ar aðstæður sem nú eru uppi þá er gengið mjög af­brigðilegt og í raun ekki til neitt raun­veru­legt markaðsverð á krón­unni sem hægt er að styðjast við til upp­gjörs við þess­ar aðstæður.“

Aðspurður hvort það sama megi ekki segja um öll lán í er­lendri mynt, sem fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar hafa tekið, seg­ir Ein­ar stöðuna ekki sam­bæri­lega. „Varðandi fram­virku samn­ing­anna þá er verið að tala um að gera þá upp að fullu. Varðandi hús­næðislán, eða önn­ur lán í er­lendri mynt, þá hafa ekki verið uppi kröf­ur um að þau séu greidd upp að fullu. Bank­arn­ir hafa ein­mitt boðið upp á fryst­ingu til þess að fólk þurfi ekki að greiða af lán­um sín­um við þess­ar af­brigðilegu aðstæður á gjald­eyr­is­markaði sem nú eru uppi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert