Ganga og synda á pólinn

Pen Hadow pólfari
Pen Hadow pólfari

Bresk­ur leiðang­ur er nú á leið til Norður­póls­ins. Til­gang­ur­inn er að mæla bráðnun haf­íss á norður­heim­skauts­svæðinu. Heim­skauta­könnuður­inn Pen Hadow og tveir fé­lag­ar hans voru sett­ir niður á ís­inn tæp­lega 1.100 km norður af strönd­um Kan­ada á laug­ar­dags­kvöld, að sögn BBC.

Leiðang­ur­inn á um þúsund kíló­metra göngu fyr­ir hönd­um. Á leiðinni ætla leiðang­urs­menn­irn­ir að mæla þykkt haf­íss­ins með ís­sjá. Þetta verður ít­ar­leg­asta könn­un­in á þykkt ís­breiðu norður­skauts­svæðis­ins til þessa. Reiknað er með að leiðang­ur­inn nái á Norður­pól­inn í maí.

Pen Hadow leiðang­urs­stjóri er 46 ára. Með hon­um eru þau Ann Daniels 44 ára og Mart­in Hartley 40 ára. 

Að sögn BBC eru pólfar­arn­ir með flot­bún­inga og ætla að synda yfir vak­ir sem verða á leið þeirra. Gervi­hnatta­mynd­ir af pólsvæðinu hafa sýnt rýrn­un ís­hell­unn­ar en leiðang­ur­inn á að leiða í ljós þynn­ingu henn­ar.

Vís­inda­menn hafa spáð því að hlýn­un lofts­lags­ins muni leiða til þess að norður­skauts­svæðið verði ís­laust að sum­ar­lagi í lok þess­ar­ar ald­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka