Halldór Ásgrímsson: Fyrsti efnavopnafundurinn í Írak heimsatburður

Verulegt magn af sprengjuvörpukúlum sem innihalda torkennilegan vökva fannst í …
Verulegt magn af sprengjuvörpukúlum sem innihalda torkennilegan vökva fannst í S-Írak í gær.

Íslensk­ir sprengju­sér­fræðing­ar í Írak fundu í gær sprengi­kúl­ur sem inni­héldu sinn­epsgas, að því er Hall­dór Ásgríms­son ut­an­rík­is­ráðherra tjáði Morg­un­blaðinu í dag. Hefðu dansk­ir og bresk­ir sér­fræðing­ar staðfest þessa efna­grein­ingu við ut­an­rík­is­ráðuneytið, en ná­kvæm­ari grein­ing feng­ist þegar efnið hefði verið rann­sakað í banda­rískri efn­a­rann­sókn­ar­stofu sem verið er að flytja á staðinn. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins get­ur sú grein­ing tekið tvo til þrjá daga.

Þetta er í fyrsta sinn sem efna­vopn finn­ast í Írak, en það var meint efna-, líf­efna- og kjarna­vopna­eign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hef­ur slíkra vopna verið leitað án ár­ang­urs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsat­b­urð,“ sagði Hall­dór í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Ég er stolt­ur og þakk­lát­ur ís­lensku sér­fræðing­un­um fyr­ir þeirra stóra þátt í þessu máli.“

Í frétta­til­kynn­ingu sem ut­an­rík­is­ráðuneytið sendi frá sér síðdeg­is sagði að tveir sprengju­sér­fræðing­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem starfa á veg­um Íslensku friðargæsl­unn­ar í suður­hluta Íraks, við hlið danskra her­manna, hefðu fundið „veru­legt magn“ af sprengju­vörpu­kúl­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins, og var tor­kenni­leg­ur vökvi í kúl­un­um. Hefðu kúl­urn­ar verið fald­ar í upp­bygg­ingu á veg­ar­spotta.

Íslensku sér­fræðing­arn­ir voru kallaðir á vett­vang skammt frá borg­inni Basra við Tígris­fljót til að gera óvirk­ar sprengj­ur sem þar höfðu fund­ist.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir að við frek­ari rann­sókn sér­fræðing­anna hefðu komið í ljós tals­verður fjöldi af sprengju­vörpu­kúl­um, og hefðu fyrstu mæl­ing­ar bent til að hleðslurn­ar í kúl­un­um væru ekki af hefðbund­inni gerð.

Dansk­ir sprengju­sér­fræðing­ar hefðu staðfest þessa frumniður­stöður Íslend­ing­anna og síðan verið kallað á breska sér­fræðinga til að gera enn frek­ari mæl­ing­ar. Þá hefðiverið ákveðið að senda á staðinn fær­an­lega, banda­ríska efn­a­rann­sókn­ar­stöð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert