Kókaínleifar fundust í danska þinghúsinu

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn mbl.is/Ómar

Danska blaðið BT seg­ist hafa látið rann­saka sýni, tek­in á sal­ern­um í Kristjáns­borg­ar­höll, danska þing­hús­inu í Kaup­manna­höfn og niðurstaðan hafi leitt í ljós kókaín­leif­ar. Sýn­in voru tek­in á sal­erni í þeirri álmu bygg­ing­ar­inn­ar þar sem þing­menn og starfs­menn eru með skrif­stof­ur.

BT seg­ist hafa tekið sýni á þrjá­tíu sal­ern­um í þing­hús­inu og síðan notað sama efna­próf og lög­regl­an not­ar við rann­sókn á fíkni­efna­mál­um. Í ljós hafi komið að á þrem­ur sal­ern­um voru leif­ar af kókaíni. Seg­ir lög­regl­an enga ástæðu til að draga þess­ar niður­stöður í efa.

Blaðið hef­ur eft­ir Peter Ska­ar­up, for­manni dóms­mála­nefnd­ar danska þings­ins, að hann muni taka málið upp við for­sæt­is­nefnd þings­ins. „Það er ekki gott að vita til þess að ein­hver noti kókaín í Fol­ket­in­get. Það er afar óheppi­legt sé þetta rétt. Ég á erfitt með að trúa, að það séu þing­menn eða starfs­menn þings­ins, sem hagi sér svona," hef­ur blaðið eft­ir Ska­ar­up.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert