Fjórir látnir í óeirðum

Lík og líkamspartar voru á svæðinu þar sem sprengjan sprakk …
Lík og líkamspartar voru á svæðinu þar sem sprengjan sprakk í Rawalpindi í dag. AP

Að minnsta kosti 4 hafa látið lífið í óeirðum í Pak­ist­an í kjöl­far þess að Benaz­ir Bhutto, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra lands­ins, var myrt á kosn­inga­fundi í Rawalp­indi í dag. Morðið hef­ur verið for­dæmt um all­an heim og stjórn­völd í Pak­ist­an hafa jafn­framt verið hvött til að hvika ekki af leiðinni til lýðræðis. Þriggja daga þjóðarsorg var í dag lýst í Pak­ist­an.

Tveir létu lífið í borg­inni Lahore þar sem kveikt var í versl­un­um, rút­um og fólks­bíl­um. Þá heyrðist öðru hvoru skot­hríð í borg­inni.

Þá voru tveir aðrir skotn­ir til bana í Sindh-héraði í suður­hluta lands­ins. Þar laust sam­an lög­reglu og mót­mæl­end­um.

Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem for­dæmt hafa morðið eru Man­moh­an Singh, for­sæt­is­ráðherra Ind­lands, og Hamid Karzai, for­seti Aft­an­ist­ans. Singh sagði, að Bhutto hefði verið framúrsk­ar­andi leiðtogi, sem vann að lýðræði á sátt­um í landi sínu.

Karzai átti fyrr í dag fund með Bhutto í Islama­bad en þaðan fór hún á fund­inn í Rawalp­indi. Sagði hann að Bhutto hefði verið hug­rökk dótt­ir múslima­heims­ins. 

Stuðningsmenn Bhutto brenna kosningamerki annarra stjórnmálaflokka í Rawalpindi í dag.
Stuðnings­menn Bhutto brenna kosn­inga­merki annarra stjórn­mála­flokka í Rawalp­indi í dag. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert