Jarðskjálfti á Bretlandi

Frá Lundúnum
Frá Lundúnum AP

Mesti jarðskjálfti sem orðið hefur í nærri 25 ár í Bretlandi varð skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Jarðskjálftinn mældist 5,3 á Richter og var skjálftamiðjan í Lincolnshire í austurhluta Englands. Skjálftinn fannst víða m.a í Newcastle, Yorkshire, London, Manchester og Norfolk.

Skjálftinn skelfdi marga íbúa, enda eru Bretar ekki vanir slíkum jarðhræringum. Lítið var þó um skemmdir eða meiðsl, einn eldri maður meiddist á fæti þegar skorsteinn hrundi í S-Yorkshire.

Skjálftar af þessari stærðargráðu verða á um 10 - 20 ára fresti í Bretlandi, en síðast mældist svo stór skjálfti í N-Wales árið 1984, 5,4 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert