Aldrei fleiri í ánauð í heiminum en nú

Lítil stúlka fylgist með kröfugöngu á Filippeyjum til stuðnings konum …
Lítil stúlka fylgist með kröfugöngu á Filippeyjum til stuðnings konum sem hnepptar voru í kynlífsánauð á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. AP

Bandarískur rithöfundur sem hefur ferðast um heiminn og kynnt sér nýtímaþrælahald hefur komist að þeirri niðurstöðu að 27 milljónir manna séu í ánauð víðs vegar um heiminn. Þrælahald var bannað í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1948. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fram kemur í danska blaðinu Kristeligt Dagbladað aldrei fyrr í sögunni hafi fleiri verið í ánauð í heiminum  „Mjög fáir í hinum iðnvædda heimi gera sér nokkra grein fyrir umfangi nútímaþrælahalds og enn færri geranokkuð til að berjast gegn því,” segir rithöfundurinn E. Benjamin Skinner en bók hans A Crime So Monstrous kemur út í dag.

Þá segir hann skilgreininguna á þræl vera þá að viðkomandi sé neyddur til að vinna án þess að þiggja fyrir það laun, með ofbeldi eða hótunum.Skinner segir ómögulegt að segja til um það nákvæmlega hversu margir þrælar séu í heiminum og vísar þar til orða John Miller, fyrrum þingmanns í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem hefur sérþekkingu á þrælahaldi.

„Þetta fólk stendur ekki í biðröðum til að hægt sé að telja það en það er ljóst að fjöldinn er mikill þó hann liggi ekki nákvæmlega fyrir. Það er því tilgangslaust að reyna að reikna út nákvæmar tölur.”

Í hugum margra tengist þrælahald fyrst og fremst Ameríku fram á nítjándu öld en árið 1861 voru 3,8 milljón þrælar skráðir í Bandaríkjunum. England og Bandaríkin gerðu hins vegar með sér samkomulag um að banna verslun með þræla árið 1807 og árið 1865 var þrælahald bannað í Bandaríkjunum.

Þá var þrælahald afnumið með lögum í Brasilíu árið 1888. Á valdatíð Stalíns í Sóvétríkjunum er talið að um fimm milljónir manna hafi verið í þrælkunarbúðum og í Þýskalandi nasismans er talið að allt að tólf milljónir manna hafi unnið þrælkunarvinnu í útrýmingar og vinnubúðum nasista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert